Óttast um atvinnuréttindi sín
Félag pípulagningameistara er búið að stefna íslenska ríkinu.
Félag pípulagningameistara er búið að stefna íslenska ríkinu vegna leyfisveitingar meistararéttinda til pólsks pípulagningamanns, sem veitt var án þess að viðkomandi hefði þá menntun sem gerð er krafa um á Íslandi. Þetta segir Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara.
Upphaf málsins má rekja til þess að Iðan fræðslusetur gaf jákvæða umsögn um að pólskur pípulagningamaður fengi meistararéttindi hérlendis til ENIC/NARIC-skrifstofunnar vegna mats á erlendu iðnmeistaranámi til að starfa í löggiltri iðngrein hérlendis.
Eftir að Félag pípulagningameistara kvartaði til Iðunnar yfir leyfisveitingunni afturkallaði Iðan umsögn sína með bréfi til ENIC/NARIC. Í svari til Iðunnar um afturköllun eru færð rök fyrir því að meistarapróf í Póllandi sé á sama hæfnisþrepi og afturköllun Iðunnar því ekki tekin gild.
Sjá frétt hjá www.mbl.is
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/11/08/ottast_um_atvinnurettindi_sin/

